Ásta er héraðsdómslögmaður með mikla reynslu af ráðgjöf á sviði innlends og alþjóðlegs skattaréttar.

Ásta hefur bæði komið að skattamálum sem opinber starfsmaður og sem ráðgjafi í einkageiranum en hún vann hjá embætti ríkisskattstjóra og yfirskattanefnd um árabil, en síðastliðinn áratug starfaði hún hjá alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækjunum PwC og Ernst&Young við ráðgjöf til innlendra og erlendra fyrirtækja og einstaklinga. 

 

Menntun

Lagadeild Háskóla Íslands – Cand. Jur 1996

 

Réttindi og námskeið

Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2000

 

Starfsferill

LMB Lögmenn Bárugötu 2016 -

Ernst & Young ehf. 2013-2015

PriceWaterhouseCoopers ehf. 2005-2013

Ríkisskattstjóri 1996-1998 og 2001-2004

Yfirskattanefnd 1998-1999

Hæstiréttur Íslands 2000-2001

 

Starfssvið

Alþjóðlegur skattaréttur 

• Skattaréttur (beinir og óbeinir skattar)

• Stjórnsýsluréttur

• Félagaréttur og stjórnarhættir félaga

• Áreiðanleikakannanir

• Samningaréttur