Haraldur Flosi er héraðsdómslögmaður með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og MBA gráðu. Hann hefur víðtæka reynslu að rekstri og stjórnun fyrirtækja og hefur á þeim grunni einkum sinnt verkefnum tengdum fyrirtækjarekstri í breiðasta skilningi. Frá því að stafsemi LMB hófst árið 2011 hefur Haraldur jöfnum höndum sinnt lögmannsstörfum og ráðgjöf auk þess að stíga tímabundið inn í rekstrar-verkefni einkum við endurskipulagningu rekstrar.
Menntun
MBA, Oxford Brookes University, 2004
Magister Juris, Oxford University, 2003
Cand. Jur., Háskóli Íslands, 1999
Starfsferill
Haraldur vann ýmis lögfræðistörf hjá hinu opinbera að laganámi loknu m.a. hjá yfirskattanefnd og heilbrigðiráðuneytinu auk þess að koma við á fasteignasölu. Að framhaldsnámi loknu starfaði Haraldur fyrst og fremst við rekstur og stjórnun, var m.a. framkvæmdastjóri Exton ehf., Framtíðarsýnar ehf., stjórnandi hjá Lýsingu hf. og stjórnarformaður í fullu starfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Haraldur var einn stofnenda LMB árið 2011 og hefur starfað þar síðan.
Önnur störf
Jafnframt öðrum störfum hefur Haraldur sinnt kennslu, bæði á sviði lögfræði og stjórnunarfræða. Um tíma hafði hann umsjón með kennslu kröfu-réttar við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, þá annaðist hann kennslu stefnumótunar í tengslum við MPM námsbraut verkfræðideildar HÍ.
Haraldur hefur setið í stjórnum ýmsra félaga og stofnanna. Þá sat hann í stjórn Nýlistasafnsins.
Starfssvið
Samninga- og kröfuréttur
Fjármunaréttur
Fasteigna og skipulagsmál
Ráðgjöf við erlenda fjárfesta
Endurskipulagning fyrirtækja
Stefnumótun og stjórnun fyrirtækja