Rán er sérfræðingur á sviði hugverkaréttinda með áralanga starfsreynslu, bæði hérlendis og erlendis, auk framhaldsmenntunar á því sviði. Auk kennslu, fræðistarfa og ráðgjafaverkefna á sínu sérsviði þá hefur hún víðtæka reynslu af undirbúningi löggjafar og framfylgd frumvarpa. Hún hefur birt fjölda fræðigreina og haldið fyrirlestra um sitt sérsvið bæði á Íslandi og erlendis.

Menntun

Er í doktorsnámi og mun verja ritgerð sína um höfundarétt í stafrænu umhverfi við Leuven háskóla í Belgíu árið 2017.

M.Phil gráða 1992 frá lagadeild Edinborgarháskóla, Bretlandi  

Cand. Jur., 1986 frá Háskóla Íslands

Starfsferill

Rán hefur starfað sem lögfræðingur Einkaleyfastofu, verið deildarstjóri í iðnaðar-og viðskiptaráðueytinu, verið fulltrúi ráðuneytisins við Sendinefnd Íslands í Brussel, Belgíu, unnið sem sérfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel, Belgíu, verið formaður áfrýjunarmála á sviði hugverkaréttinda (vörumerki, einkaleyfi, hönnun), verið framkvæmda-stjóri og ráðgjafi rétthafasamtakanna Fjölís, gegnt stöðu dósents við Háskólann í Reykjavík með umsjón og ábyrgð á kennslu í hugverkarétti og upplýsingatæknirétti. Þá hefur hún verið fulltrúi Íslands í hugverkahópi EFTA-EES. Hún er formaður höfundaréttarnefndar menntamálaráðuneytisins og með rannsóknarstöðu við hugverkasetur lagadeildar háskólans í Leuven, Belgíu.

Starfssvið

Höfundaréttur

Vörumerkjaréttur

Einkaleyfaréttur

Upplýsingatækniréttur

Evrópuréttu á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækni

Alþjóðareglur á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækni

Félagsstörf

Stjórnarmaður í Höfundaréttarfélagi Íslands