Tómas Hrafn Sveinsson er hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands. 

Tómas hefur flutt fjölda mála fyrir dómstólum og sinnt verkefnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði.

 

Menntun

Lagadeild Háskóla Íslands – Cand. Jur 2006.

Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007.

Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands 2013.

Viðurkenndur stjórnarmaður - Diplóma í góðum stjórnarháttum frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti 2016.

 

Starfsferill

LMB Lögmenn Bárugötu 2014 –

Bona fide lögmenn 2013-2014.

Landslög lögfræðistofa 2005-2013.

Stundakennari í Skaðabótarétti við Lagadeild Háskóla Íslands frá 2009 og leiðbeinandi með BA ritgerðum frá 2011 og MA ritgerðum frá 2013.

Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2013.

Formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá 2015.

 

Önnur störf

Kosinn af Alþingi þann 5. júlí 2013 sem aðalmaður    í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður.

Oddviti yfirkjörstjórnar vegna borgarstjórnar-kosninga í Reykjavík 31. maí 2014. 

Kosinn af Borgarstjórn í yfirkjörstjórn vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 2018.

Kennari á löggildingarnámskeiði fyrir           fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands frá 2014.

Prófdómari með BS ritgerðum og ML ritgerðum við lagadeild Háskólans á Bifröst.

 

Starfssvið

Félagaréttur

• Samninga- og kröfuréttur

• Skaðabóta- og fasteignakauparéttur

• Gjaldþrotaréttur

• Málefni lífeyrissjóða

• Málflutningur